1. grein – Nafn og heimilisfang
Félagið heitir Félag sumarbústaðaeigenda í landi Indriðastaða í Skorradal. Heimili og varnarþing er í Reykjavík.

2. grein – Félagsaðild
Félagsmenn eru allir þeir sem eru handhafar leigusamnings og/eða eigendur sumarhúsalóða í landi Indriðastaða. Selji félagsmaður land sitt eða sumarhús gengur hann sjálfkrafa úr félaginu svo framarlega sem hann er skuldlaus við það.

3. grein-Hlutverk
Hlutverk félagsins er:
að gæta hagsmuna félagsmanna vegna eigna þeirra eða leigulanda,
viðhald akvega og göngustíga innan svæðisins,
gerð og rekstur á sameiginlegum svæðum, svo sem leiksvæðum,
að setja almennar samskipta- og umgengnisreglur innan svæðisins.

4. grein-Árgjald
Árgjald félagsmanna skal ákveða á aðalfundi ár hvert. Eitt gjald skal greiða af hverri lóð, óháð því hvortfélagsmaður á eina lóð eða fleiri.

5. grein-Aðalfundur
Aðalfund skalhalda í febrúar eða mars ár hvert. Skal hann boðaður bréflega með a.m.k tveggja vikna fyrirvara. Í fundarboði skal tilgreina fundartíma, fundarstað og dagskrá. Aðalfundur telst lögmætur ef löglega er til hans boðað.

Á aðalfundi skulu a.m.k. vera eftirtalin mál á dagskrá:
1. skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins og umræður um hana,
2. endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar og umræður um þá
3. kosning formanns,
4. kosning annarra stjórnarmanna,
5. kosning varamanna,
6. kosning skoðunarmanna reikninga og varamanna þeirra,
7. framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár,
8. ákvörðun um árgjald til félagsins,
9. mál sem tiltekin eru í fundarboði,
10. önnur mál.

Afl atkvæða ræður á fundinum, þó þarf 2/3 atkvæða atkvæðisbærra fundarmanna til að lagabreytingar nái fram að ganga.

6. grein-Félagsfundir
Stjórn félagsins boðar til félagsfundar þegar hún telur þess þörf eða þegar 30 félagsmenn óska þess skriflega.  Lögmætir félagsfundir hafa æðsta vald í öllum félagsmálum. Félagsfundir skulu boðaðir á sama hátt og aðalfundir. Fundarefni skal tilgreint ótvírætt í fundarboði.   Öðrum skuldbindingum en fjárhagslegum ræður einfaldur meirihluti félagsmanna. Hverri einstakri lóð fylgir eitt atkvæði. Félagsmanni skal heimilt að veita sérhverjum lögráða manni umboð sitt til að mæta á fundi og greiða atkvæði. Skal umboðsmaður leggja fram á fundinum skriflegt og dagsett umboð.

Fundargerðabók skal haldin um það sem gerist á félags- og stjórnarfundum og skal hún lesin í byrjun hvers fundar. Fundargerð skal undirrituð af formanni og ritara. Fundargerðir eru síðan sönnun þess sem fram hefur farið á fundum.

7. grein-Stjórn
Stjórn félagsins skipa fimm aðalmenn (formaður, gjaldkeri, ritari og tveir meðstjórnendur) og þrír varamenn. Á aðalfundi skal formaður kjörinn til eins árs í senn og er enginn kjörgengur lengur en fjögur ár í senn. Aðrir stjórnarmenn skulu kjörnir til tveggja ára í senn, tveir ár hvert, og er enginn þeirra kjörgengur lengur en fjögur ár í röð. Á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfund ár hvert skiptir hún með sér verkum.

Stjórnin telst ályktunarhæf ef þrír eða fleiri stjórnarmenn sitja fund. Einfaldur meirihluti ræður á fundum stjórnar.

Formaður boðar til stjórnarfunda svo oft sem honum þurfa þykir eða þegar aðrir stjórnarmenn eða skoðunarmenn reikninga óska þess. Reikningsár félagsins er almanaksárið. Stjórn félagsins getur ekki bundið félagsmenn fjárhagslega. Óheimilt er að greiða félagsmönnum sem sitja í stjórn og nefndum félagsins laun eða aðrar þóknanir fyrir störf í þágu þess.

Stjórn félagsins hefur heimild til að framkvæma nauðsynlegt viðhald á vegum, göngustígum, vatnsveitu, leiksvæðum og eignum félagsins.

Stjórn félagsins er heimilt að skipa sérstakar nefndir eða umsjónarmenn verkefna þyki henni ástæða til þess.

8. grein-Slit
Hætti félagið störfum skal almennur fundur með 2/3 hlutum félagsmanna samþykkja ráðstöfun eigna félagsins og skal þess getið sérstaklega í fundarboði.

Samþykkt á aðalfundi félagsins sem haldinn var 21. október 1989 í Veitingahúsinu Lækjarbrekku,  Bankastræti 2, Reykjavík, með áorðnum breytingum á aðalfundi félagsins 31. okt. 2009  sem haldinn var í hlöðunni að Indriðastöðum í Skorradal.