Hér koma samþykktar aðalfundargerðir.

Aðalfundur 2019

Aðalfundur Félags sumarbústaðaeigenda í landi Indriðastaða

 1. apríl 2019

 

Fimmtudaginn 11. apríl 2019 kl. 19:30 var haldinn aðalfundur Félags sumarbústaðaeigenda í landi Indriðastaða í Kaplakrika í Hafnarfirði.

Mættir voru 37 félagsmenn

Áslaug Guðjónsdóttir, stjórnarmaður í félaginu, bauð fundargesti velkomna í fjarveru formanns Bjarna Inga Björnssonar sem ekki komst óvænt á fundinn vegna vinnu sinnar erlendis. Gerði hún að tillögu sinni að Önnu Borgþórsdóttur Olsen yrði falin fundarstjórn. Tillagan var samþykkt einróma.

Fundarstjóri tók við stjórn fundarins. Auglýst var eftir fundarritara og bauðst Pálína Árnadóttir að vera fundarritati sem var og samþykkt af fundargestum.

Fram kom athugasemd um að fundargerð síðasta árs hefði ekki verið sett á heimasíðuna. Óskað var eftir að fundargerð aðalfundar 2018 yrði lesin upp á fundinum. Fundarstjóri las upp fundargerðina og var hún síðan samþykkt einróma.

 1. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2018:

Kaldavatnið staðan:

 • Árið 2013 voru Indriðastaðir keyptir af Landsbankanum. Mismunandi samningar er í gangi um kaldavatnið hjá lóðarhö Félagið vill gera eðlilega samninga um vatnið.
 • Tillaga frá landreignum apríl 2016: Eigendur fóru fram á eingreiðslu upp á700.000 isk fyrir kanda vatnið og einnið að hvert hús greiði þeim 24.000 isk á ari frá og með 2014. Áslaug las upp samning sem eigendur Indriðastaða sendu félaginu.
 • Samningnum var hafnað af stjórn fé Sumarbústaðarfélagið átti síðan auk þess taka alfarið yfir reksturinn á kaldavatninu og að landareigendur myndu fá frítt vatn að bænum.
 • Í kjölfarið á því að ekki tókust samningar miðað við það sem landarreigendi vildi ákvað jarðareigandi að slökkva á dælunni við borholuna í Kaldá, í ágúst 2017.
 • Félagið fór fram á lögbann við þessari lokun sem fylgt var eftir með máli við héraðsdóm vesturlands.
 • Dómur í þessu máli kom í nóvember 2018 og tapaði félagið þessu má
  Stjórn sumarbústaðarfélagsins ákvað að vísa málinu áfram til Landsréttar að ráðlegginu síns lögmans og verður það væntanlega tekið fyrir í maí 2019
 • Áslaug las einnig niðurlags dó
 • Landareigandi hefur verið að senda eigendum húsa sem hafa verið seld undarfarið reikning, fimm ár aftur í tímann
 • Stjórnin leggur til að það verði stofnað vatnsveitufélag til að halda utan um og reka þessi mál

 

Öryggishliðin:

 • Verið er að endurnýja modemin við hliðin

Sumarhátíðin

 • Sumarhátíðin gekk vel og var vel só Hátíðin var haldin um verslunarmannahelgina

Samtökin Dalsheild Skorradal:

 • Búið er að stofna heildarsamtök sumarhúsaeigenda í
 • Stjórnin leggur til að félagið gangi í þau samtök og var sú tillaga samþykkt einróma

Ársreikningar félagsins:

 • Bárður Hafsteinsson útskýrði ársreikninga fé
  Innheimtan gekk vel.
  Félagssjóður um áramót 2.422.424
  Hliðarsjóður 257.237

Stofnsjóður öryggishliða 3.166.480

 • Umræður um skýrslu og reikninga.
  • Svava spurði um hver hefði fengið Áslaug svaraði að þeir sem hefðu selt bústaði fengu reikning.
  • Jóhann spurði hvort eigendur hefðu getað lokað fyrir vatnið ef við hefðum ekki áfrýjað. Þessu var svarað að stjórnin telur svo vera að landareigendur hefðu látið loka fyrir vatnið úr borholunni í Kaldá ef að áfrýjun hefði ekki verið gerð
  • Sveinn spurði hvort ekki hefði verið haft samband við svetiastjó Áslaug svarði að það hefði verið haft samband við skipulagsnefnd, haldinn fundur með þeim sem hefði verið góður.
  • Einnig var spurt um samskipti við Því var að svarað að öll samskipti undarfarið ár hafa farið í gegnum lögfræðina. Búið er að reyna að hafa samband við landareigenda með tölvupóstum en ekkert svar hefði komið til baka.
 • Áslaug og Báður útskýrðu tilvist vatnsveitunnar og út frá þeirri umræðu komu upp ýmsar umræð
 • Friðrik spurði: Hver er réttur eigenda til vatns
 • Skýrsla stjórnar smþykkt einróma
 • Skýrsla gjaldkera samþykkt einróma
 • Rekstraráætlun
 • Bárður lagði fram rekstraráæ Hækkun á félagsgjöldum úr 10.000 í 12.000 kr.
  Gjald fyrir hliðin óbreytt fyrir árið 2019
 • Rekstraráætlun var samþykkt einróma

Kosning stjórnar:

 • Bárður og Margeir víkja úr stjórn
 • Tillaga um nýja stjórnarmenn: Þórhildur Garðarsdóttir og Jón Guðmyundsson
 • Tillaga um Bjarni Ingi Björnsson verði áfram formaður
 • Tilaga umv varamenn Karl Ómar Jónsson og Sigmundur Jónsson
 • Tillögur um stjórnarmenn og varmenn voru samþykktar einróma

Skoðunarmenn reikninga:

 • Tillaga um aðalmenn Hermann Ólason og Sigrún Skúladóttir
 • Vara skoðunarmaður: Pálína Árnadóttir
 • Tillögur um skoðunarmenn og varmann reikninga voru samþykktar einróma

Fundargerð aðalfundar:

 • Tillaga kom fram um að stjórn hefði heimild til að setja fundargerð aðalfundar á heimasíðu fé
 • Tillagan var samþykkt einróma

 

Athugasemd:

 • frá Magnúsi Snorrasyni: Hann heldur að hann eigi reikninga vegna gömlu vatnsveitunnar í 2 kössum eða svo, og það má hafa samband við hann til að fá þessa reikninga

 

 1. Önnur mál

Stofnun vatnsveitufélags:

 • Ívar sagði frá stofnun vatnsveitufé
 • Félagið myndi taka fyrir öll mál varðandi kaldarvatnsveituna
 • Stjórnin leggur til að vatnsveitufélagið yrði rekið eitt og sér
 • Tillaga um stofnun vatnsveitufélags er svohljóðandi:
  • „Aðalfundur Félags sumarbústaðaeigenda í landi Indriðastaða, sem haldinn er 11. apríl 2019, veitir stjórn félagsins heimild til að stofna einkahlutafélag (vatnsveitufélag), eða annað ákjósanlegt félagaform, til að annast veitingu kalds vatns til sumarhúsa fé Stjórn félagsins er veitt heimild til að kanna möguleika á borun eigin vatnsholu, kanna möguleg kaup á landi undir vatnsholu og/eða eftir atvikum ganga til samningaviðræðna við eigendur annarra vatnshola sem mögulegt er að tengjast.
 • Umræða um stofnun félagsins þar sem m.a. kom fram að bæði lögfræðingurinn okkar og Orkustofnun mæla með þ
 • Það mun verða önnur stjórn í þessu nýja vatnsveitufélagi
 • Tillagan um vatnsveitufélag var borin undir atkvæði og samþykkt einróma

 

Sérfræðiaðstoð:

 • Stjórnin óskar eftir sérfræðinum sem gætu aðstoðað við vatnsveitumá

 

Annað/spurningar/athugasemdir:

 • Svava talaði um að félagar ættu að passa upp á að fara með rusl í rétta gáma, niður við vatn eru gámur fyrir almennt sorp, annað rusl á að fara í sérmerkta gáma við Indriðastaðahlíð
 • Tilmæli til allra félagsmanna að ganga betur um gámana
 • Svava spurði um hvernig gengi með ljósleiðarann og ekki er vitað hvernig þau mál standa
 • Einnig er Svava með tilmælu um að stofna facebook síðu fyrir fé Ekki eru allir sammála um það. Þetta mál hefur verið rætt í stjórn en engin ákvörðun tekin
  • Það kom fram að gangstígur á milli Skógarás og Lambás er orðin mjög lé Þetta er upphaflega gamall akvegur en ekki skipulagður sem gangstígur.
  • Það er á skipulaginu að vera með gangstíg á milli efri, Indriðastaðarhlíðar, og neðri byggðar, þar sem kaldavatnlögnin liggur en það hefur ekkert verið gert í því máli á síðast liðnu ári
  • Hitaveitumál í Hrísás, hver er stað Þð er búið að reyna að ná í þá hjá vietum en það gengur illa
  • Spurt var um hvort stjórnin væri ánægt með störf lögfræðingsins og sagðist stjórnin vera ánægð með hans störf

 

Fundi var slitið kl 21:35

 

 

Aðalfundur 2018

Aðalfundur Félags sumarbústaðaeigenda í landi Indriðastaða

 1. mars 2018

 

Þriðjudaginn 20. mars 2018 kl. 18:00 var haldinn aðalfundur Félags sumarbústaðaeigenda í landi Indriðastaða í Kaplakrika í Hafnarfirði.

Anna Borgþórsdóttir Olsen, formaður félagsins, setti fundinn og bauð fundargesti velkomna. Gerði hún að tillögu sinni að Erni Magnússyni yrði falin fundarstjórn. Tillagan var samþykkt samhljóða.

Fundarstjóri tók við stjórn fundarins. Gerði hann að tillögu sinni að Margeiri Val Sigurðssyni yrði falin fundarritun. Tillagan var samþykkt.

Fundarstjóri lýsti því yfir að stjórn félagsins hafi löglega boðað til fundarins og hann sé því lögmætur.

Fundarstjóri kynnti dagskrá fundarins.

Skýrsla stjórnar

Formaður fór yfir skýrslu stjórnar. Fundarstjóri lagði til að umræða fari fram um skýrslu stjórnar. Engar spurningar.

Reikningar félagsins

Bárður Hafsteinsson, gjaldkeri félagsins, fór yfir reikninga félagsins.

Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga

Fundarstjóri óskaði eftir spurningum við bæði reikninga félagsins og skýrslu stjórnar.

Hafliði, Hrísási 19 – Spurði hvað hafi gerst fyrir Hrísáshliðið. Bjarni Ingi Björnsson, stjórnarmaður, svaraði því til að mótorinn hafi hrunið og upplýsti um að hliðið hafi tjónast aftur árið 2017.

Guðjón Halldórsson (bústað vantar) – Spurði hver málskostnaður vegna kaldavatnsmálsins verði ef málið tapast, hversu stórt áfall það yrði fyrir félagið. Formaður svaraði því til að það hafi verið skoðað en ekki sé ljóst á þessum tímapunkti hver endanlegur málskostnaður kunni að vera.

Ragnar Karlsson, Hrísási 9 – Spurði hvort réttarstaða Landsbankans við sölu á Indriðastöðum hefði verið skoðuð. Örn, fundarstjóri og fyrrum stjórnarmaður félagsins, sagði slíkt hafa verið kannað en engin lausn hafi verið fyrir hendi.

Eigandi Skógaráss 13 (nafn vantar) bendir á að málarekstur hafi áhrif á sölu bústaða í félaginu.

Ragnar Karlsson, Hrísási 9 – Vill benda á að upplýsingar um málarekstur berist félagsmönnum seint. Formaður tók fram að upplýsingar séu veittar þegar vörður náist og að ekki sé alltaf hægt að veita nákvæmar upplýsingar þar sem það gæti skaðað málið.

Karl, Indriðastöðum 50 –  Óskaði eftir að upphaf málaferlanna yrðu rifjuð upp sem formaður og gerði.

Svava, Indriðastöðum 39 – Spurðist fyrir um hvort allir væru í sömu stöðu er tæki til málaferlanna. Formaður svaraði að flestir væru með sambærilega samninga að frátöldum bústöðum í Indriðastaðahlíð.

Ársreikningur félagsins var borinn undir atkvæði og samþykktur.

Karl, Indriðastöðum 50 –  Spurði hvort komið hafi til greina að bora sjálf vatnsholu. Formaður sagði það hafa komið til skoðunar en ekki sé hægt að ræða það að sinni.

Guðjón Halldórsson (bústað vantar) – Spurði hvort gamla veitan væri partur af málaferlunum og um hvað deilan snúist. Formaður sagði gömlu veituna alveg sjálfstæða og fjallaði um fyrirkomulagið í dag ásamt því að fjalla um upphaf málsins og hvernig staðan væri í dag.

Ragnar Karlsson, Hrísási 9 – Spurði hvort Landsbankinn hafi ekki átt borholuna. Formaður sagði Landsbankann hafa selt nýjum eigendum Indriðastaða borholuna.

Guðjón Halldórsson (bústað vantar) – Fjallaði um sölu jarða í Indriðastaðahlíð og uppsetningu vatnsveitunnar og tók fram að það bæri að borga 10.000 kr. vegna kalds vatns og að jarðareigandi bæri að útvega vatn. Formaður sagði framangreint rétt en nýir eigendur viðurkenndu ekki skylduna eða rétt sumarbústaðaeigenda.

Þorvarður, Skógarási 17 – Spurði hvort skoðað hefði verið að stofna vatnsveitu líkt og á Vatnsenda. Formaður sagði slíkt hafa verið skoðað.

Jón (bústað vantar) – Spurði hvort stjórnin hefði velt því fyrir sér að kaupa landið undir borholunni. Formaður sagði slíkt hafa komið upp en ekki verið tekið lengra.

Fundarstjóri sagði að búið væri að velta öllum möguleikum upp og að það yrði að fá lausn í þetta mál sem fyrst.

Ívar (bústað vantar) – Spurði hver sé umsjónarmaður hverfisins núna. Hann segir skynjara vanta og að dælan sé alltaf í gangi. Formaður svaraði því til að dælan yrði alltaf að vera í gangi. Í framhaldinu fór fram umræða um frostvörn og þrýsting í leiðslum vegna kaldavatnsins.

Karl, Indriðastöðum 50 –  Spurði hvort áætlun væri um að kaupa ný hlið. Hann sagði að það hafi verið farið í gegnum hliðin og brotist inn í bústaði en ekki væri hægt að sjá hver hafi farið um hliðin. Bjarni sagði að nú væri hægt að sjá hver færi um hliðin.

Ragnar Karlsson, Hrísási 9 – Spurðist fyrir um hvað hver bústaður gæti fengið mörg símanúmer á hlið. Bjarni sagði að það væri hægt að skrá 500 nr. á hlið. Hins vegar tæku nýju hliðin 2000 nr. og því væri hægt að fjölga nr. á bústað. Þá væri einnig hægt að setja frekari upplýsingar á bakvið þau númer.

Ragnar Karlsson, Hrísási 9 – Spurði hvort ekki væri rétt að bara bústaðir innan hliða hefði nr. af hliðum. Bjarni tók fram að sameiginleg svæði væru innan hliða Bjarni viðraði einnig þá hugmynd að lágmarka nr. á hlið þar sem það hefði gerst að brotist hefði verið inn í bústaði þrátt fyrir hliðin. Fundarstjóri lýsti þeirri persónulegu skoðun sinni að 3 nr. á hlið ætti að vera nægjanlegt og það væri t.d. hægt að hafa sérstaka síma með frelsisnúmerum sem gengi á milli þeirra sem nýttu bústaðinn.

Jóhann (bústað vantar) – Spurði hvort nýja kaldavatnslögnin hafi verið varin gegn frosti af hitaveitulögninni. Formaður sagði að heimaæðarnar kynnu að vera í hættu vegna frosts en ekki aðallögnin. Bjarni tók fram að hægt væri að leysa það vandamál með því að leggja rafmagnsvír eða hitaþráð ofan á eða meðfram heimaæðunum.

Skýrsla stjórnar var borin undir atkvæði. Samþykkt samhljóða.

 

Kosning stjórnarmanna og varamanna

Kosning formanns

Önnu, fráfarandi formanni, þakkað góð störf fyrir félagið. Fundarstjóri kynnti tillögu um að Bjarni Ingi Björnsson yrði kosinn formaður. Tillagan samþykkt samhljóða.

Kosning stjórnar. Fundarstjóri kynnti tillögu um að Áslaug Guðjónsdóttir og Ívar Ragnarsson yrðu kosnir stjórnarmenn. Tillagan samþykkt samhljóða. Í framhaldinu gerðu nýir stjórnarmenn grein fyrir sér.

Kosning varamanna í stjórn

ATH. upplýsingar um nöfn varamanna vantar

Kosning skoðunarmanna

Fundarstjóri kynnti tillögu um óbreytta stöðu í skoðunarmönnum reikninga og var tillagan  samþykkt samhljóða. Skoðunarmenn reikninga eru: Hermann Ólafsson, Magnús Siguroddsson.

Framlagning rekstraráætlunar fyrir næsta starfsár

Gjaldkeri félagsins lagði fram og gerði grein fyrir rekstraráætlun félagsins.

Edda (bústað vantar) – Spurði hvort einungis eigi eftir að kaupa eitt hlið. Bjarni sagði svo vera.

Karl, Indriðastöðum 50 –  Spurði hvort 10.000 kr. vegna vefvistun og rekstrar væri nægjanlegt og tók jafnframt fram að hann væri ánægður að sjá nýja vefsíðu félagsins. Gjaldkeri sagði að samkvæmt áætlun væri það nægjanlegt. Bjarni sagðist hafa tekið heimasíðugerð að sér og að töluvert væri síðan að ný síða hafi komist í loftið og búið væri að lagfæra villur í síðunni. Afráðið hafi verið að hætta setja inn upplýsingar um hliðin vegna innbrotahættu. Karl spurði hvort ekki væri hægt að hafa síðuna lokaða en Bjarni sagði að á síðasta aðalfundi félagsins hafi ekki verið samstaða fyrir slíku en það yrði skoðað. Þá þyrfti að kaupa nýja vefsíðugerð

Eigandi Indriðastaða 3 (nafn vantar) – Spurði hvort ekki væri kominn tími á að hækka árgjald. Formaður svaraði því til að reynt hafi verið að halda árgjaldi í lágmarki. Fundarstjóri tók jafnframt fram að framkvæmdum hafi verið haldið í lágmarki sökum málaferla og kostnaðar við þau.

Svava, Indriðastöðum 39 -Spurðist fyrir um hvort möguleiki væri á að setja upp Facebook síðu fyrir félagið sem væri lokuð og nýtt til að koma á framfæri upplýsingum til félagsmanna. Fundarstjóri og Bjarni sögðu að slíkt væri vert að skoða en að slíkt kallaði á þónokkra vinnu, þ.e. að halda utan um og miðla upplýsingum.

Ragnar Karlsson, Hrísási 9 – Tók undir hugmynd um að halda úti Facebook síðu.

Kristján, Hrísási 18 – Spurði hvort eitthvað væri að frétta af heitavatnslögn til þeirra bústaða sem ekki væru tengdir heitu vatni. Bárður sagði að unnið væri að arðsemisútreikningum hjá hitaveitunni sem ættu líklegast að liggja fyrir innan tveggja mánaða. Bárður sagðist kanna málið nánar.

Ívar (bústað vantar) – Tók fram að bústaðir gætu keypt sjálfir tengingu við hitaveitu og hægt væri að fá verktaka til að tengja bústaði við hitaveitulögn. Bjarni sagðist hafa kannað framangreint og þetta væri ekki svona einfalt þar sem mistök við slíkt gætu hugsanlega valdið skaðabótaskyldu tjóni.

Ragnar Karlsson, Hrísási 9 – Benti fundargestum á að skoða kaup á varmadælu.

Rekstraráætlun var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Ákvörðun um árgjald til félagsins

Fundarstjóri kynnti tillögu að óbreyttu árgjaldi. Tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að frátöldu einu sem var á móti.

Ákvörðun um rekstrargjöld

Fundarstjóri kynnti tillögu um óbreytt rekstrargjöld vegna hliða. Tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að frátöldu einu sem var á móti.

Endurnýjun hliða – nýtt hlið keypt í Indriðastaðahlíð

Fundarstjóri kynnti tillögu um kaup á nýju hliði í Indriðastaðahlíð. Tillagan samþykkt samhljóða.

Önnur mál

Formaður tók fram að búið væri að ræða kaldavatnsmálið og mál tengd hitaveitu. Formaður kynnti fyrirhugaða lagningu ljósleiðara. Formaður kynnti jafnframt fyrirhugaða sumarhátíð félagsins.

Guðjón Halldórsson (bústað vantar) – Beindi því til fundargesta að huga vel að losun á úrgangi og tók fram að verið væri að henda allskonar úrgangi þar sem eingöngu ætti að vera trjáúrgangur.

Svava, Indriðastöðum 39 – Tók undir orð Guðjóns og benti á að verið væri að henda óviðkomandi úrgangi hjá bátaskýlum.

Fundarstjóri lagði til að sveitarfélaginu yrði sent bréf þar sem óskað væri eftir gámum til að unnt væri að flokka rusl.

Svava, Indriðastöðum 39 – Óskaði eftir að tilmæli yrðu sett inn á heimasíðu félagsins um frágang og meðferð úrgangs á svæðinu.

Fundarstjóri bar upp tillögu um að sett yrði á laggirnar laganefnd til að fara yfir lög félagsins og að ný stjórn myndi skipa í laganefnd. Tillagan samþykkt samhljóða og Margeiri og Erni falið að vinna nánar að málinu.

Fundarstjóri fjallaði um umgang og umhirðu svæðisins og beindi því til fundargesta að hver og einn hugi að umhirðu sinna lóða og nærumhverfi og þá sérstaklega með tilliti til útbreiðslu lúpínu.

Almenn umræða um innbrot á svæðinu og tekið fram að búið væri að vísa máli frá vegna eins innbrots í bústað vegna skorts á sönnunargögnum. Bjarni vísaði til þess að 3 nr. á hlið myndu lágmarka innbrotahættu.

Sólveig, Stráksmýri – Vildi koma því á framfæri að söguð hefðu verið niður tré á lóð hennar án hennar heimildar.

Eigandi Hrísáss 8 (nafn vantar) – Sagði að áhugi væri fyrir því að setja út bryggjurnar við bátaskýlin. Formaður tók fram að bryggjurnar væru í eigu félagsins og fól nýrri stjórn að athuga nánar hugmynd um að setja bryggjurnar út yfir sumartímann.

Ragnar Karlsson, Hrísási 9 – Spurðist fyrir um heimild til að byggja fleiri bátaskýli. Bjarni sagði slíkt vera vandamál vegna skipulagsmála er snúa að aðgengi að vatninu og að nýir eigendur Indriðastaða ættu líklegast það land sem kæmi til greina undir ný bátaskýli. Almenn umræða um þá stöðu.

Ívar (bústað vantar) – Tók fram að í samningi um lóð hans bústaðar væri að finna heimild til að byggja bátaskýli.

Almenn umræða um innbrot og innbrotahættu.

Benedikt, Stráksmýri 6 – Bendir fundargestum á að ódýrt sé að kaupa öryggiskerfi sem meðal annars gætu innihaldið myndavél.

Margrét, Skógarási – Upplýsti um að bankað hefði verið upp á hjá sér kl. 04:30 aðfararnótt síðasta laugardag. Þá hefði hún tekið eftir hjólförum um hverfið og að ekið hefði verið upp að öllum bústöðum á hennar svæði. Bjarni tók að sér að ná í upplýsingar úr hliðinu og senda á stjórn. Bjarni tók fram að hægt væri að kaupa nýtt og betra módem í hliðð við Bleikulág. Tillaga um kaup á nýju módemi lagt fyrir fundinn og var tillagan samþykkt samhljóða.

Hermann (bústað vantar) – Spurðist fyrir um hvort skynsamlegt væri að setja upp myndavélar við öll hlið. Bjarni sagði slíkt vera mjög kostnaðarsamt vegna rafmagns, síma og almenns viðhalds. Þá væru persónverndarmál einnig erfið er við kemur myndavélum á hliðin.

Almennar umræður um myndavélar á svæðinu. Bjarni tók að sér að skoða nánar möguleika á uppsetningu myndavéla.

Fleira var ekki rætt. Fundi slitið kl. 20:35.

 

Margeir Valur Sigurðsson, fundarritari