Fréttir og tilkynningar

Öryggishlið við Hrísás

Komið þið sæl kæru félagsmenn og konur 🙂

í dag var lokið við viðgerð á hliðinu við Hrísás. það er búið að skipta um modemið og ætti allt að virka rosa flott núna. ef það eru einhverjir í vandræðum með sína aðganga þá endilega hafið samband við mig og ég redda því.

Einnig varf farið í hliðið við Stráksmýri og skipt um modemið þar og það sama gildir að ef þið eruð í vandræðum með aðgangin þar þá hafið samband við mig og ég redda því líka 🙂

í sömu ferðinni var farið í Indriðastaðahlíðina og lagfært hliðið að því marki að núna fer það í sætið sitt en það er örlítil beygla á slánni sem gerir það að verkum að það fer aðeins utan í sætið sitt en það leggst í segulinn.

Eins og áður ef það er eitthvað varðandi hliðin þá endilega látið mig vita sem fyrst auðvitað svo við getum bruðgist vel og fljótt við því.

bk.

Bjarni Ingi Björnsson. S:789 10 20

Aðalfundur2019

Hæ öll,

okkur hefur borist til eyrna að ekki hafi allir fengið fundarboðið sem send voru út rafrænt. Því ákváðum við að setja þetta hér inn líka.

En fyrir neðan er fundarboðið sem var sent 26 mars 2019.

 

Aðalfundur Félags sumarbústaðaeigenda í landi Indriðastaða

verður haldinn Fimmtudaginn 11. apríl 2019 kl. 19:30 í Kaplakrika í Hafnarfirði.

 

Dagskrá:

 

 1. Venjuleg aðalfundarstörf:
 2. skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins og umræður um hana,
  2. endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar og umræður um þá
  3. kosning formanns,
  4. kosning annarra stjórnarmanna,
  5. kosning varamanna,
  6. kosning skoðunarmanna reikninga og varamanna þeirra,
  7. framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár,
  8. ákvörðun um árgjald til félagsins,
  9. mál sem tiltekin eru í fundarboði,
  10. önnur mál.

 

Kaffi og meðlæti í boði félagsins.     

 

Stjórnin                                                                                   www.indridastadaland.is

Rotþróahreinsun 2018

Rotþróarhreinsun 2018
Hreinsitækni ehf. er byrjað að hreinsa rotþrær og vill brýna fyrir fólki að hafa allt klárt fyrir rotþróahreinsun.
Koma lyklum til þeirra eða hafa hlið opið og eins hafa alla stúta uppúr og athuga merkingar á þeim t.d. setja veifu. 
Hægt að senda fyrirspurn eða leiðbeiningar til Hreinsitækni ehf. á gisli@hrt.is

Skorradalshreppur

Sumarhátíð um verslunarmannahelgina Dagskrá

Kæru félagar,

 

Framundan er Verslunarmannahelgin og sem fyrr verðum við með dagskrá á laugardeginum.

Veðurspáinn lítur vel út en alveg sama hvernig veðrið verður þá ætlum við ekkert að láta það trufla okkur og klæðum okkur bara eftir veðri.

Vonandi mæta sem flestir og eiga góða stund í skemmtilegum félagsskap.

 

Laugardagurinn 4. ágúst:

 

10:00  Ganga á Stálpastaðaskóg undir forystu Þorsteins Eiríkssonar.  Þetta verður ca. 2 klst. göngutúr (fram og tilbaka).
Það eru margir sem ekki hafa komið í skógræktina norðan megin við Skorradalsvatnið.  Á gönguleiðinni má t.d. sjá eitt fallegasta núttúrulega „jólatré“ landsins auk þess sem við kíkjum á Stálpastaði og skoðum ljósmyndasýninguna þar.  Tiltölulega létt ganga sem ætti að henta flestum.

Lagt af stað frá bílastæðinu við Stálpastaði.

 

14:00  Leikir á túninu neðst við Hrísásinn undir stjórn Sturlu og Ingólfs. Fyrst og fremst miðað að krökkunum en ekki hefur verið annað að sjá undanfarin ár en að fullorðnir kunni vel að meta.  Fastlega má gera ráð fyrir því að þetta verði hin besta skemmtun.

 

20:45  Kvöldvaka á leiksvæðinu á milli Skógarássins og Stráksmýrarinnar (sami staður og undanfarin ár).

Eins og í fyrra mætir Eyfi (Eyjólfur Kristjánsson) á svæðið og tekur lagið upp úr klukkan 21:00.  Eyfi var frábær í fyrra og er ekki við öðru að búast en að hann verði líka flottur núna enda vanur maður í bransum en Eyfi fagnar um þessar mundir 30 ára sólóferli.  Ef veður leyfir þá verður kveikt uppí bálkesti.

Sannkölluð „Brekkustemming“ í Skorradalnum.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest um verslunarmannahelgina.

 

fh skemmtinefndar

Örn

 

P.S.

Við ætlum að setja upp tjald á leiksvæðinu klukkan  17:00 á föstudeginum 3. Ágúst þannig að ef einhverjir eru lausir á þeim tíma þá væri hjálp mjög vel þeginn.  Síðan ætlum við að taka tjaldið niður og taka aðeins til á sunnudaginn klukkan 11:00 – hjálp þá væri líka vel þeginn.

Sumarhátíð um Verslunarmannahelgina

Kæru félagsmenn!

Það styttist í Verslunarmannahelgina og eins og á síðasta ári verður efnt til skemmtunar sem verður á laugardeginum 4. Ágúst.
Kvöldvaka verður um kvöldið og sem fyrr ætlum við að hafa það á leiksvæðinu.

 

Það þarf að fara í tiltekt og slátt á svæðinu og erum við hér með að óska eftir aðstoð félagsmanna laugardaginn 28. Júlí klukkan 10:30.  Í fyrra mættu 15 til að hjálpa og myndaðist mjög skemmtileg stemming.  Hann Tryggvi ætlar að slá fyrir okkur en það þarf að raka saman grasið.
Viljum því mælast til þess að fólk gefi sér tíma til að aðstoða okkur öll í félaginu.  Taka með sér verkfæri og taka þátt.

Hlökkum til að sjá ykkur bæði næsta laugardag í tiltekt og á skemmtunum um verslunarmannahelgina.

Bestu kveðjur,

Örn
f.h. skemmtinefndar

Líf í lundi á laugardaginn

(Fréttatilkynning )

Laugardaginn 23.júní verður haldinn skógardagur í Selskógi í Skorradal.  Þetta verkefni er samstarfsverkefni þriggja máttarstólpa í skógrækt á Vesturlandi það eru: Skógræktin, Skógræktarfélag Borgarfjarðar og Félag Skógareigenda á Vesturlandi.  Skógardagurinn er liður í stóru átaksverkefni sem nefnist Líf í lundi og halda Skógræktarfélag Íslands, Landssamband skógareigenda og Skógræktin  utan um það verkefni. Tilgangur skógardagsins er að kynna fólki skóg  og hafa gaman saman í fallegu og friðsælu umhverfi.

Skógardagurinn í Selskógi stendur frá klukkan 13:00 – 16:00.

Boðið verður upp á:

Brauð og drykki: Bakað brauð á grein yfir eldi, ketilkaffi, kakó og kaldir drykkir.

Tálgunarnámskeið: Lærið að búa til hluti úr skógarviði.

Skógargöngu: Á göngunni má finna margar tegundir trjáa.

Tónlist: Reynir Hauksson leikur á gítar.

Leikir: Ása Erlingsdóttir leiðir leiki fyrir alla.

Happdrætti: Miði er möguleiki 🙂

 

Viljum við hvetja sem flesta til að koma og njóta dagsins með okkur

 

Fyrir hönd undirbúningsnefndar

Valdimar Reynisson

Skógarvörður á Vesturlandi

Heitavantsvandamál í Hlíðinni.

Vegna bilunar í dælu er heitavatnslaust í sumarbústaðahverfi Indriðastaðahlíðar í Skorradal að hluta   fös. 20. apríl kl. 17:27 – lau. 21. apríl kl. 14:00.

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

 

Búið er að lagfæra bilunina en fullnaðarviðgerð hefur ekki farið fram.

Það verður gert um leið og Veitur fá varahlutina. Vatnið kólnaði í lögnunum og þar sem þetta er mikið magn af vatni þá tekur tíma að hitna í lögnunum. í gær 25. Apríl fóru Veitur í Hlíðina og mældu hitan í efstu húsunum og var hitastigið komið upp fyrir 50°C þannig að það ætti allsstaðar að vera komin hiti núna.

Ef þið eruð í vandræðum með hitann þá þurfið þið að setja ykkur í samband við Veitur.

Aðgangshlið við Hrísás

Sælir kæru félagsmenn.

Nú er búið að setja upp nýja aðgangshliðið og kemur það ansi vel út. Við prufuðum það í gær og virkaði allt mjög vel og er greinilegt að þetta er vandað hlið.

Eins og áður ef einhver vandamál koma upp varðandi hliðin þá endilega verið í sambandi við Bjarna Inga í síma 789 1020 og hann reddar málunum.

Stjórnin.