Aðalfundur Félags sumarbústaðaeigenda í landi Indriðastaða

verður haldinn þriðjudaginn 20. mars 2018 kl. 18:00 í Kaplakrika í Hafnarfirði.

 

Dagskrá:

 

 1. Venjuleg aðalfundarstörf:
 2. Skýrsla stjórnar
 3. Reikningar félagsins
 4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
 5. Kosning stjórnarmanna og varamanna
 6. Kosning skoðunarmanna reikninga og varamanna
 7. Ákvörðun um árgjald til félagsins.
 8. Ákvörðun um rekstrargjöld.
 9. Nýtt hlið keypt í Indriðastaðahlíð.
 10. Framlagning rekstraráætlunar fyrir næsta starfsár

 

 1. Stjórnin vekur athygli á eftirfarandi dagskrárliðum:
 2. Kaldavatnsveita í landi Indriðastaða. Farið verður yfir stöðu mála og næstu skref.
 3. Hitaveita. Hitaveita er komin í Indriðastaðahlíð. Ekk verður framhald á lagningu hitaveitu í landi Indriaðstaða næstu ár samkvæmt upplýsingum frá fulltrúum Veitna.
 4. Óbreytt félagsgjöld en hækkun rekstrargjalda hliða og stofngjald nýs hliðs í Indriðastaðahlíð samkvæmt samþykkt frá fyrra ári um kaup á hliðum í áföngum eftir því sem eldri hlið fyrnast. Stjórnin leggur til að hliðgjöld hækki um 2.500 krónur á ári þar sem reksturinn er þyngri en ráð hefur verið gert fyrir. Eitt hlið hefur verið keypt vegna fyrningar eldra hliðs stofngjald 1 m.kr. ca 6 þúsund krónur á lóð. Félagið hefur orðið fyrir tjóni vegna óhappa aðila á vegum félagsmanna og á félagið útistandandi skuldir vegna þessa. Ræða þarf og taka ákvörðun um ábyrgð félagsmanna á skemmdum sem þeir valda á hliðunum og hvernig það skal innheimt.
 5. Kostning stjórnar. Anna Borgþórsdóttir Olsen víkur úr stjórn en Bjarni Ingi Björnsson býður sig fram til formanns. Þá víkur Halldór Guðmundsson úr stjórn og tveir nýir fulltrúar bjóða sig fram Halldór Ívar Ragnarsson og Áslaug Guðjónsdóttir í stað þeirra sem nú víkja.
 6. Breytingar á lögum félagsins þannig að fundarboð séu send rafrænt

Stjórn félagsins leggur til að tekið verði fram í lögum þess að fundarboð skuli senda rafrænt með tveggja vikna fyrirvara. Fundarboð skuli jafnframt birt á heimasíðu félagsins. Þannig má spara tíma og peninga.

 1. Önnur mál.

Lög félagsins má nálgast á heimasíðu félagsins. Rétt er að minnast á ákvæði 6. greinar laga félagsins sem fjallar um félagsfundi. ”Hverri einstakri lóð fylgir eitt atkvæði. Félagsmanni skal heimilt að veita sérhverjum lögráða manni umboð sitt til að mæta á fundi og greiða atkvæði. Skal umboðsmaður leggja fram á fundinum skriflegt og dagsett umboð.”

Gróður er víða nágrönnum til ama. Viljum við hvetja félagsmenn til að fækka öspum til að auka birtu á svæðinu. Aspir eiga ekki heima í svo þéttri byggð.

Annað sem við viljum benda ykkur á er að fundarboð var einnig sent í tölvupósti. Ef þið hafið ekki fengið tölvupóst vinsamlega sendið netföng ásamt heimilisfangi á Indriðastöðum (upplýsingum um eign ykkar) á netfangið anna.b.olsen@fjr.is eða bardur@skipataekni.is

Kaffi og meðlæti í boði félagsins.     

 

Stjórnin                                                                                   www.indridastadaland.is

 

2 athugasemdir við “Fréttir og tilkynningar

 1. Kæru félagsmenn

  Nú endurvekjum við Sumarhátíð félagsmanna í félagi sumarhúsaeigenda í landi Indriðastaða um Verslunarmannahelgina nánar tiltekið laugardaginn 30. júlí. Dagskrá verður fyrir börn og fullorðna sjá meðfylgjandi dagskrá. Lengd atburða fer eftr áhuga og úthaldi viðstaddra 🙂

  Dagskrá laugardaginn 30. júlí á Indriðastöðum:

  13:30 Leikir fyrir börn og fullorðna á grasflötinni við Hrísáshliðið ofan við bátaskýlin.

  16:00 Bjórsmökkun á Steðja (vinsamlega skráið ykkur með því að svara þessum pósti og tilgreina fjölda þátttakenda á ykkar vegum). Gert er ráð fyrir að safnast saman 15:45 við bátaskýlin og fara í samfloti

  21:30 Samkoma á leiksvæðinu við enda Skógaráss. Söngur og varðeldur ef veður leyfir.

  Hátíðarkveðjur
  Hátíðarnefnd sumarhúsafélagsins

  Líkar við

 2. Ný heimasíða.
  kæru félagsmenn nú er búið að uppfæra heimasíðuna og gera hana aðgengilega á hvaða vafra sem er.
  vonum að hún verði mikið notuð sem upplýsingamiðill fyrir okkur félagsmenn/konur 🙂

  ef þið hafið einhverjar athugasemdir við síðuna þá endilega sendið stjórninni tölvupóst um hvað má betur fara.

  Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s