Aðalfundur 2020.

Góðan dag kæru félagsmenn og konur.

 

Aðalfundur Félags sumarbústaðaeigenda í landi Indriðastaða og Vatnsveitufélagsins

verða haldnir þriðjudaginn 02 Júní 2020 kl. 18:00 í félagsheimili KR, Frostaskjóli, Reykjavík.

 

 

 

ATH þetta eru 2 aðalfundir og verður sá fyrri í sumarhúsafélaginu og sá seinni í vatnsveitufélaginu.

 

Stjórnin vill biðja þá sem hafa áhuga á að starfa í stjórnum félaganna að vera í samband við stjórnarmeðlimi, en þeir eru í þessum tölvupósti, þar og bjóða sig fram.

 

Það þarf að fá nýjan formann í bæði félögin og einnig stjórnarmenn.

 

 

 

Dagskrá: Sumarhúsafélagsins

 

 1. Venjuleg aðalfundarstörf:
 2. skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins og umræður um hana,
  2. endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar og umræður um þá
  3. kosning formanns,
  4. kosning annarra stjórnarmanna,
  5. kosning varamanna,
  6. kosning skoðunarmanna reikninga og varamanna þeirra,
  7. framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár,
  8. ákvörðun um árgjald til félagsins,
  9. mál sem tiltekin eru í fundarboði,
  10. önnur mál.

 

 

 

Dagskrá: Vatnsveitufélagsins

 

 1. Venjuleg aðalfundarstörf:
 2. skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins og umræður um hana,
  2. endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar og umræður um þá
  3. kosning formanns,
  4. kosning annarra stjórnarmanna,
  5. kosning varamanna,
  6. kosning skoðunarmanna reikninga og varamanna þeirra,
  7. framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár,
  8. ákvörðun um árgjald til félagsins,
  9. mál sem tiltekin eru í fundarboði,
  10. önnur mál.

 

 

 

ATH að ekki verður boðið uppá kaffi og meðlæti að þessu sinni vegna COVID-19 og aðstæðna í þjóðfélaginu.

 

 

Vonumst til að sjá sem flesta á fundunum.

 

Kveðja Stjórnir beggja félaga.

 

Bjarni Ingi Björnsson

Aðalfundur 2020

Komið þið sæl kæru félagsmenn,

 

Íslensk stjórnvöld hafa varað við aukinni smithættu vegna Covid-19 veirunnar, en smitum af völdum hennar hefur fjölgað mjög hratt eins og alkunna er. Þrátt fyrir það hafa stjórnvöld ekki enn sett á samkomubann. Eitt öflugasta tækið til að hefta útbreiðslu veirunnar er að við sjálf gerum allt sem í okkar valdi stendur til að hefta dreifingu veirunnar.

 

Af þessum sökum hefur stjórn félagsins ákveðið að fresta um óákveðin tíma aðalfundi félagsins sem átti að fara fram þann 25 Mars næstkomandi.

 

Nánari upplýsingar verða sendar út síðar.

 

 

Fh.

Stjórnar.

Bjarni Ingi Björnsson.

S:789-1020

Sumarhátíðin um versló :)

Kæru félagar,

 

Framundan er Verslunarmannahelgin og sem fyrr verðum við með dagskrá á laugardeginum.

Veðurspáinn lítur vel út en alveg sama hvernig veðrið verður þá ætlum við ekkert að láta það trufla okkur og klæðum okkur bara eftir veðri.

Vonandi mæta sem flestir og eiga góða stund í skemmtilegum félagsskap.

 

Laugardagurinn 3. ágúst:

 

10:00  Ganga á Kinn fyrir ofan sumarhúsabyggðina í Indriðastaðalandi undir forystu Þorsteins Eiríkssonar.

Það eru líklega ekki margir sem hafa gengið á Kinnina en þaðan er fallegt útsýni inn eftir vatni og yfir sumarhúsabyggðina okkar.

Þetta verður ca. 2 -2,5 klst. göngutúr (fram og tilbaka).  Gangan er aðeins á fótinn til að byrja með en Steini segir að rólega verði farið svo að gangan ætti ekki að ofgera neinum.  Lagt verður af stað frá efstu bústöðum í Hrísásnum klukkan 10:00.  Endilega mæta tímanlega.

 

14:00  Leikir á túninu við Hrísás hliðið undir stjórn Sturlu og Ingólfs.

Fyrst og fremst miðað að krökkunum en ekki hefur verið annað að sjá undanfarin ár en að fullorðnir kunni vel að meta.

Fastlega má gera ráð fyrir því að þetta verði hin besta skemmtun.

 

20:45  Kvöldvaka á leiksvæðinu á milli Skógarássins og Stráksmýrarinnar (sami staður og undanfarin ár).

Eins og í fyrra mætir Eyfi (Eyjólfur Kristjánsson) á svæðið og tekur lagið upp úr klukkan 21:00.  Eyfi hefur verið frábær undanfarin ár og er ekki við öðru að búast en að hann verði líka flottur núna enda maður með áratuga reynslu í þessum bransa.  Ef veður leyfir þá verður kveikt uppí bálkesti.

Sannkölluð „Brekkustemming“ í Skorradalnum.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest um Verslunarmannahelgina.

 

fh skemmtinefndar

Örn

 

P.S.

Við ætlum að setja upp tjald á leiksvæðinu klukkan  16:00 á laugardaginn 3. Ágúst þannig að ef einhverjir eru lausir á þeim tíma þá væri hjálp mjög vel þeginn.  Síðan ætlum við að taka tjaldið niður og taka aðeins til á sunnudaginn klukkan 13:00 – hjálp þá væri líka mjög vel þeginn.

 

 

Sumarhátíð um Verslunarmannahelgina

Kæru félagsmenn!

Það styttist í Verslunarmannahelgina og eins og á síðustu árum verður efnt til skemmtunar, sem verður að þessu sinni á laugardeginum 3. Ágúst.
Kvöldvaka verður um kvöldið og sem fyrr ætlum við að hafa það á leiksvæðinu.

 

En það þarf að fara í tiltekt og slátt á svæðinu og erum við hér með að óska eftir aðstoð félagsmanna laugardaginn 27. Júlí klukkan 11:00.
Í fyrra mættu nokkrir til að hjálpa og myndaðist mjög skemmtileg stemming.  Vandamálið var að það voru bara tvö sláttuorf og þurfum við endilega á fleirri sláttuorfum að halda.  Eins þarf að raka saman slegið gras og rífa upp arfa.
Viljum því mælast til þess að fólk gefi sér tíma til að aðstoða okkur öll í félaginu.  Og endilega taka með sér verkfæri og vera virkir þátttakendur í starfi félagsins okkar.

Hlökkum til að sjá ykkur bæði laugardaginn 27. Júlí klukkan 11:00 í tiltekt og á skemmtunum um verslunarmannahelgina.

Bestu kveðjur,

Örn
f.h. skemmtinefndar

Gróðureldar 11 Júní 2019.

Óvissustigi lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum

11. júní 2019 15:58

Vegna langvarandi þurrka á Vesturlandi hefur ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi, lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, almannavarnir í héraði, ásamt viðbragðsaðilum  hafa áhyggjur af hættu á gróðureldum á Vesturlandi, sérstaklega í Skorradal. Því er talið rétt að lýsa yfir óvissustigi til samræmis við vinnu og viðbrögð þessara aðila. Óvissustig á við þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru eða mannavöldum sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað.

Veðurstofan Íslands sér ekki úrkomu í veðurspám á svæðinu næstu viku, en áframhaldandi hlýindi. Veðurstofan fylgist vel með í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögregluna á Vesturlandi.

Fólk og landeigendur eru beðin um að sýna aðgát í meðferð  opins elds og eldunartækja þar sem mikill gróður er .

Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila.

Viðbrögð og aðrar upplýsingar má finna hér https://www.almannavarnir.is/natturuva/eldhaetta/

Síðast uppfært: 11. júní 2019 klukkan 15:58

Samskipti við félagsmenn

Komið þið sæl kæru félgasmenn.

eins og þið vitið þá erum við að senda tölvupósta og sms á ykkur til að koma tilkynningum á ykkur fljótt og vel.

Sumir eru ekki að fá tölvupósta og biðjum við ykkur því að senda póst á aslaugg@gmail.com eða anna.b.olsen@fjr.is til að þær geti uppfært netfangalistann og þar með tryggt að allir fái sendan póst á rétt netfang.

fh. Stjórnar.

Bjarni Ingi Björnsson

Öryggishlið við Hrísás

Komið þið sæl kæru félagsmenn og konur 🙂

í dag var lokið við viðgerð á hliðinu við Hrísás. það er búið að skipta um modemið og ætti allt að virka rosa flott núna. ef það eru einhverjir í vandræðum með sína aðganga þá endilega hafið samband við mig og ég redda því.

Einnig varf farið í hliðið við Stráksmýri og skipt um modemið þar og það sama gildir að ef þið eruð í vandræðum með aðgangin þar þá hafið samband við mig og ég redda því líka 🙂

í sömu ferðinni var farið í Indriðastaðahlíðina og lagfært hliðið að því marki að núna fer það í sætið sitt en það er örlítil beygla á slánni sem gerir það að verkum að það fer aðeins utan í sætið sitt en það leggst í segulinn.

Eins og áður ef það er eitthvað varðandi hliðin þá endilega látið mig vita sem fyrst auðvitað svo við getum bruðgist vel og fljótt við því.

bk.

Bjarni Ingi Björnsson. S:789 10 20

Aðalfundur2019

Hæ öll,

okkur hefur borist til eyrna að ekki hafi allir fengið fundarboðið sem send voru út rafrænt. Því ákváðum við að setja þetta hér inn líka.

En fyrir neðan er fundarboðið sem var sent 26 mars 2019.

 

Aðalfundur Félags sumarbústaðaeigenda í landi Indriðastaða

verður haldinn Fimmtudaginn 11. apríl 2019 kl. 19:30 í Kaplakrika í Hafnarfirði.

 

Dagskrá:

 

 1. Venjuleg aðalfundarstörf:
 2. skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins og umræður um hana,
  2. endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar og umræður um þá
  3. kosning formanns,
  4. kosning annarra stjórnarmanna,
  5. kosning varamanna,
  6. kosning skoðunarmanna reikninga og varamanna þeirra,
  7. framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár,
  8. ákvörðun um árgjald til félagsins,
  9. mál sem tiltekin eru í fundarboði,
  10. önnur mál.

 

Kaffi og meðlæti í boði félagsins.     

 

Stjórnin                                                                                   www.indridastadaland.is

Rotþróahreinsun 2018

Rotþróarhreinsun 2018
Hreinsitækni ehf. er byrjað að hreinsa rotþrær og vill brýna fyrir fólki að hafa allt klárt fyrir rotþróahreinsun.
Koma lyklum til þeirra eða hafa hlið opið og eins hafa alla stúta uppúr og athuga merkingar á þeim t.d. setja veifu. 
Hægt að senda fyrirspurn eða leiðbeiningar til Hreinsitækni ehf. á gisli@hrt.is

Skorradalshreppur