Aðalfundur Félag sumarbústaðaeigenda í landi Indriðastaða í Skorradal verða haldin í samkomusal Karlakórs Þrastanna, Flatahrauni 21, Hafnarfirði, fimmtudaginn 5. maí 2022, kl. 19, sjá kort hér neðar.
Dagskrá; Venjuleg aðalfundarstörf.
1. skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins og umræður um hana,
2. endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar og umræður um þá
3. kosning formanns,
4. kosning annarra stjórnarmanna,
5. kosning varamanna,
6. kosning skoðunarmanna reikninga og varamanna þeirra,
7. framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár,
8. ákvörðun um árgjald til félagsins,
9. mál sem tiltekin eru í fundarboði,
10. önnur mál.
Undir lið 9, verður tekin fyrir tillaga um lagabreytingar/samþykktir sem Örn Haukur Magnússon mun bera upp á fundinum.
Til að kosning um lagabreytingu geti farið fram þarf minnst helmingur fulltrúa lóðarhafa að mæta á fundinn, að öðrum kosti þarf að boða til framhaldsaðalfundar til að klára það mál. Vegna þessa leggur stjórn félagsins mikla áherslu á að sem flestir mæti eða komi umboði til þeirra sem þeir treysta til að fara með sitt atkvæði inn á fundinn.
Boðið verður upp á kaffi og kleinur á fundinum.