Sumarhátíðin um versló :)

Kæru félagar,

 

Framundan er Verslunarmannahelgin og sem fyrr verðum við með dagskrá á laugardeginum.

Veðurspáinn lítur vel út en alveg sama hvernig veðrið verður þá ætlum við ekkert að láta það trufla okkur og klæðum okkur bara eftir veðri.

Vonandi mæta sem flestir og eiga góða stund í skemmtilegum félagsskap.

 

Laugardagurinn 3. ágúst:

 

10:00  Ganga á Kinn fyrir ofan sumarhúsabyggðina í Indriðastaðalandi undir forystu Þorsteins Eiríkssonar.

Það eru líklega ekki margir sem hafa gengið á Kinnina en þaðan er fallegt útsýni inn eftir vatni og yfir sumarhúsabyggðina okkar.

Þetta verður ca. 2 -2,5 klst. göngutúr (fram og tilbaka).  Gangan er aðeins á fótinn til að byrja með en Steini segir að rólega verði farið svo að gangan ætti ekki að ofgera neinum.  Lagt verður af stað frá efstu bústöðum í Hrísásnum klukkan 10:00.  Endilega mæta tímanlega.

 

14:00  Leikir á túninu við Hrísás hliðið undir stjórn Sturlu og Ingólfs.

Fyrst og fremst miðað að krökkunum en ekki hefur verið annað að sjá undanfarin ár en að fullorðnir kunni vel að meta.

Fastlega má gera ráð fyrir því að þetta verði hin besta skemmtun.

 

20:45  Kvöldvaka á leiksvæðinu á milli Skógarássins og Stráksmýrarinnar (sami staður og undanfarin ár).

Eins og í fyrra mætir Eyfi (Eyjólfur Kristjánsson) á svæðið og tekur lagið upp úr klukkan 21:00.  Eyfi hefur verið frábær undanfarin ár og er ekki við öðru að búast en að hann verði líka flottur núna enda maður með áratuga reynslu í þessum bransa.  Ef veður leyfir þá verður kveikt uppí bálkesti.

Sannkölluð „Brekkustemming“ í Skorradalnum.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest um Verslunarmannahelgina.

 

fh skemmtinefndar

Örn

 

P.S.

Við ætlum að setja upp tjald á leiksvæðinu klukkan  16:00 á laugardaginn 3. Ágúst þannig að ef einhverjir eru lausir á þeim tíma þá væri hjálp mjög vel þeginn.  Síðan ætlum við að taka tjaldið niður og taka aðeins til á sunnudaginn klukkan 13:00 – hjálp þá væri líka mjög vel þeginn.

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: