Sumarhátíð um Verslunarmannahelgina

Kæru félagsmenn!

Það styttist í Verslunarmannahelgina og eins og á síðustu árum verður efnt til skemmtunar, sem verður að þessu sinni á laugardeginum 3. Ágúst.
Kvöldvaka verður um kvöldið og sem fyrr ætlum við að hafa það á leiksvæðinu.

 

En það þarf að fara í tiltekt og slátt á svæðinu og erum við hér með að óska eftir aðstoð félagsmanna laugardaginn 27. Júlí klukkan 11:00.
Í fyrra mættu nokkrir til að hjálpa og myndaðist mjög skemmtileg stemming.  Vandamálið var að það voru bara tvö sláttuorf og þurfum við endilega á fleirri sláttuorfum að halda.  Eins þarf að raka saman slegið gras og rífa upp arfa.
Viljum því mælast til þess að fólk gefi sér tíma til að aðstoða okkur öll í félaginu.  Og endilega taka með sér verkfæri og vera virkir þátttakendur í starfi félagsins okkar.

Hlökkum til að sjá ykkur bæði laugardaginn 27. Júlí klukkan 11:00 í tiltekt og á skemmtunum um verslunarmannahelgina.

Bestu kveðjur,

Örn
f.h. skemmtinefndar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: