Gróðureldar 11 Júní 2019.

Óvissustigi lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum

11. júní 2019 15:58

Vegna langvarandi þurrka á Vesturlandi hefur ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi, lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, almannavarnir í héraði, ásamt viðbragðsaðilum  hafa áhyggjur af hættu á gróðureldum á Vesturlandi, sérstaklega í Skorradal. Því er talið rétt að lýsa yfir óvissustigi til samræmis við vinnu og viðbrögð þessara aðila. Óvissustig á við þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru eða mannavöldum sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað.

Veðurstofan Íslands sér ekki úrkomu í veðurspám á svæðinu næstu viku, en áframhaldandi hlýindi. Veðurstofan fylgist vel með í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögregluna á Vesturlandi.

Fólk og landeigendur eru beðin um að sýna aðgát í meðferð  opins elds og eldunartækja þar sem mikill gróður er .

Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila.

Viðbrögð og aðrar upplýsingar má finna hér https://www.almannavarnir.is/natturuva/eldhaetta/

Síðast uppfært: 11. júní 2019 klukkan 15:58

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: