Öryggishlið við Hrísás

Komið þið sæl kæru félagsmenn og konur 🙂

í dag var lokið við viðgerð á hliðinu við Hrísás. það er búið að skipta um modemið og ætti allt að virka rosa flott núna. ef það eru einhverjir í vandræðum með sína aðganga þá endilega hafið samband við mig og ég redda því.

Einnig varf farið í hliðið við Stráksmýri og skipt um modemið þar og það sama gildir að ef þið eruð í vandræðum með aðgangin þar þá hafið samband við mig og ég redda því líka 🙂

í sömu ferðinni var farið í Indriðastaðahlíðina og lagfært hliðið að því marki að núna fer það í sætið sitt en það er örlítil beygla á slánni sem gerir það að verkum að það fer aðeins utan í sætið sitt en það leggst í segulinn.

Eins og áður ef það er eitthvað varðandi hliðin þá endilega látið mig vita sem fyrst auðvitað svo við getum bruðgist vel og fljótt við því.

bk.

Bjarni Ingi Björnsson. S:789 10 20

Aðalfundur2019

Hæ öll,

okkur hefur borist til eyrna að ekki hafi allir fengið fundarboðið sem send voru út rafrænt. Því ákváðum við að setja þetta hér inn líka.

En fyrir neðan er fundarboðið sem var sent 26 mars 2019.

 

Aðalfundur Félags sumarbústaðaeigenda í landi Indriðastaða

verður haldinn Fimmtudaginn 11. apríl 2019 kl. 19:30 í Kaplakrika í Hafnarfirði.

 

Dagskrá:

 

 1. Venjuleg aðalfundarstörf:
 2. skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins og umræður um hana,
  2. endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar og umræður um þá
  3. kosning formanns,
  4. kosning annarra stjórnarmanna,
  5. kosning varamanna,
  6. kosning skoðunarmanna reikninga og varamanna þeirra,
  7. framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár,
  8. ákvörðun um árgjald til félagsins,
  9. mál sem tiltekin eru í fundarboði,
  10. önnur mál.

 

Kaffi og meðlæti í boði félagsins.     

 

Stjórnin                                                                                   www.indridastadaland.is