Líf í lundi á laugardaginn

(Fréttatilkynning )

Laugardaginn 23.júní verður haldinn skógardagur í Selskógi í Skorradal.  Þetta verkefni er samstarfsverkefni þriggja máttarstólpa í skógrækt á Vesturlandi það eru: Skógræktin, Skógræktarfélag Borgarfjarðar og Félag Skógareigenda á Vesturlandi.  Skógardagurinn er liður í stóru átaksverkefni sem nefnist Líf í lundi og halda Skógræktarfélag Íslands, Landssamband skógareigenda og Skógræktin  utan um það verkefni. Tilgangur skógardagsins er að kynna fólki skóg  og hafa gaman saman í fallegu og friðsælu umhverfi.

Skógardagurinn í Selskógi stendur frá klukkan 13:00 – 16:00.

Boðið verður upp á:

Brauð og drykki: Bakað brauð á grein yfir eldi, ketilkaffi, kakó og kaldir drykkir.

Tálgunarnámskeið: Lærið að búa til hluti úr skógarviði.

Skógargöngu: Á göngunni má finna margar tegundir trjáa.

Tónlist: Reynir Hauksson leikur á gítar.

Leikir: Ása Erlingsdóttir leiðir leiki fyrir alla.

Happdrætti: Miði er möguleiki 🙂

 

Viljum við hvetja sem flesta til að koma og njóta dagsins með okkur

 

Fyrir hönd undirbúningsnefndar

Valdimar Reynisson

Skógarvörður á Vesturlandi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: