Vegna bilunar í dælu er heitavatnslaust í sumarbústaðahverfi Indriðastaðahlíðar í Skorradal að hluta fös. 20. apríl kl. 17:27 – lau. 21. apríl kl. 14:00.
Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni.
Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.
Búið er að lagfæra bilunina en fullnaðarviðgerð hefur ekki farið fram.
Það verður gert um leið og Veitur fá varahlutina. Vatnið kólnaði í lögnunum og þar sem þetta er mikið magn af vatni þá tekur tíma að hitna í lögnunum. í gær 25. Apríl fóru Veitur í Hlíðina og mældu hitan í efstu húsunum og var hitastigið komið upp fyrir 50°C þannig að það ætti allsstaðar að vera komin hiti núna.
Ef þið eruð í vandræðum með hitann þá þurfið þið að setja ykkur í samband við Veitur.