Kæru félgar,
Það er aldrei og varlega farið í Dalnum okkar eins og sjá má í með fylgjandi frétt frá því í gær.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/06/01/sumarhus_i_skorradal_alelda/
Í þessu tilfelli er talið að það hafi kviknað í útfrá rafmagni.
Við viljum hvetja ykkur til þess að láta fagmenn yfirfara rafmagnið hjá ykkur þar sem að það getur auðveldlega kviknað í út frá rafmagni ef álagið er mikið á kerfinu og ekki nógu góður frágangur á rafmagninu.
Þetta á sérstaklega við þar sem fólk er með rafkyndingu og jafnvel rafkynnta heita potta en bæði þessi kerfi nota gríðarlega mikið rafmagn og þar af leiðandi er aukin hætta á hitamyndun í rafmagnstöflum og álagstengingum eins og við heitu pottana.
Einnig viljum við benda fólki á að fara varlega með eld og ganga tryggilega frá grillum og slíku.
Bestu kveðjur,
Stjórnin.