Kæru félagsmenn
Nú endurvekjum við Sumarhátíð félagsmanna í félagi sumarhúsaeigenda í landi Indriðastaða um Verslunarmannahelgina nánar tiltekið laugardaginn 30. júlí. Dagskrá verður fyrir börn og fullorðna sjá meðfylgjandi dagskrá. Lengd atburða fer eftr áhuga og úthaldi viðstaddra 🙂
Dagskrá laugardaginn 30. júlí á Indriðastöðum:
13:30 Leikir fyrir börn og fullorðna á grasflötinni við Hrísáshliðið ofan við bátaskýlin.
16:00 Bjórsmökkun á Steðja (vinsamlega skráið ykkur með því að svara þessum pósti og tilgreina fjölda þátttakenda á ykkar vegum). Gert er ráð fyrir að safnast saman 15:45 við bátaskýlin og fara í samfloti
21:30 Samkoma á leiksvæðinu við enda Skógaráss. Söngur og varðeldur ef veður leyfir.
Hátíðarkveðjur
Hátíðarnefnd sumarhúsafélagsins