Brenna

Kæru félagsmenn Í tölvupósti sem stjórn félagsins sendi ykkur þann 23. júlí sl. kemur fram að leyfi landeiganda fyrir brennunni hafi ekki verið auðsótt. Í vetur urðu eigendaskipti á landinu, sem stjórn var ekki kunnugt um. Nýr eigandi landsins hefur haft samband við stjórnina og tjáð henni að hann sé fús að veita leyfi. Stjórnin þakkar fyrir það og stefnir að því að halda brennu að ári. Sumarkveðja frá stjórn sumarhúsafélagsins á Indriðastöðum.